Atvikið sem átti sér stað á Reykjanesbrautinni fyrr í dag, þar sem rúta keyrði á móti umferð á öfugum vegarhelmingi, hefur vakið mikla athygli og reiði á samfélagsmiðlum.
Í frétt mbl.is var rætt við Harald Ingþórsson um myndband hans af atvikinu en í kjölfarið bárust fjölmargar ábendingar.
Meðal þeirra sem hafði samband var Ísleifur Jónsson sem sendi mbl.is myndband sem hann tók af rútunni en þar sést hvernig hún sveigir yfir á öfugan vegarhelming á stórhættulegum stað.
Þá hafa margir tjáð sig um atvikið en Ísleifur birti myndbandið einnig á Facebook-síðunni Íslensk bílamyndbönd.