„Það gengur bara ágætlega,“ segir Ástráður Haraldsson, ríkissáttarsemjari, inntur eftir gangi mála í viðræðunum. „Þetta er seinlegt og tafsamt ferli. Ég veit ennþá ekki hvenær þessu lýkur.“
Í samtali við mbl.is staðfestir Ástráður að samningafundi breiðfylkingarinnar, samfloti nokkurra stærstu stéttarfélaga innan ASÍ – Eflingar, Samiðnar og Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins sé lokið í dag.
Fundur hefur verið boðaður á ný klukkan 10 í fyrramálið.