Ekki hæfur til að vera á meðal almennings

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni barst tilkynning um einstakling í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. Hann var ekki hæfur til að vera á meðal almennings og var því vistaður í fangaklefa.

Tilkynnt var um rúðubrot í hverfi 104 og þjófnað í Árbænum, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til kl. 5 í morgun.

Ökumaður var handtekinn fyrir akstur undir áhrifum áfengis í Reykjavík og var hann látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í hverfi Breiðholti, auk þess sem lögreglunni á Vínlandsleið barst tilkynning um nytjastuld á ökutæki sem fannst stuttu seinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert