Hafa hugmynd um hvar Pétur Jökull er

Pétur Jökull Jónasson er eftirlýstur.
Pétur Jökull Jónasson er eftirlýstur.

Lögregla hefur fengið ábendingar frá almennum borgurum um það hvar Pétur Jökul Jónasson, sem eftirlýstur er í stóra kókaínmálinu, er að finna.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn í miðlægri deild hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglu hafa hugmynd um hvar hann er.

„Við höfum fengið ýmsar upplýsingar um það hvar hann er að finna.“

Pétur er eftirlýstur hjá Interpol en Grímur segir þó ábendingar ekki hafa borist frá lögreglumönnum. 

„Ábendingar hafa mest fengist frá borgurum,“ segir Grímur.

Efnin fali í trjádrumbum 

Pétur Jökull er eftirlýstur fyrir að eiga þátt í innflutningi tæplega 100 kílóum að kókaíni.

Málið er stærsta kókaín­mál sem komið hef­ur upp hér á landi, en í mál­inu eru fjór­ir menn dæmd­ir fyr­ir að hafa, ásamt óþekkt­um aðila, ætlað að flytja inn 99,25 kíló af kókaíni hingað til lands frá Bras­il­íu með viðkomu í Hollandi, þar sem fíkni­efn­in voru hald­lögð af yfir­völd­um. Efn­in voru fal­in í sjö trjá­drumb­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert