Kynnti þátttöku Íslands í Japan

Sýningarskálinn verður um 1.200 fermetrar.
Sýningarskálinn verður um 1.200 fermetrar. Teikning/RIMOND

Framkvæmdir við sameiginlegan sýningarskála Norðurlanda á heimssýningunni í Osaka hefjast að óbreyttu í næsta mánuði.

Þorleifur Þór Jónsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsstofu, segir undirbúning að sýningunni í Japan hafa staðið yfir í rúmt ár.

Heimssýningin fer fram á manngerðri eyju, Yumeshima, í Osakaflóa 13. apríl til 13. október á næsta ári.

„Þegar ákveðið var að halda þessa heimssýningu, og farið var að vinna að undirbúningi hennar, þá lögðu Japanar gríðarlega áherslu á að Norðurlandaþjóðirnar tækju þátt,“ segir Þorleifur Þór. Norðurlandaþjóðirnar hafi ákveðið í upphafi að eiga í samstarfi um sýningarhaldið og hafi strax verið myndaður vinnuhópur Íslandsstofu og norrænna systurstofnana hennar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert