Lítil skjálftavirkni yfir kvikuganginum

Veðurstofan segir litla skjálftavirkni yfir gossprungunni á Reykjanesi í augnablikinu.
Veðurstofan segir litla skjálftavirkni yfir gossprungunni á Reykjanesi í augnablikinu. mbl.is/Árni Sæberg

Lítil skjálftavirkni hefur verið yfir kvikuganginum á Reykjanesskaga og ekki er búist við mikilli skjálftavirkni, sérstaklega ef kvika kemur upp á sama stað og fyrr í mánuðinum. Þetta segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is.

Enn horft á þrjár sviðsmyndir

Veðurstofan segir að skjálftavirkni gæti orðið örlítið meiri ef kvika leitar upp nærri Grindavík. Þannig geti meiri skjálftavirkni verið vísbending um eldsumbrot í aðsigi. Veðurstofan hefur sömuleiðis viðvörunarkerfi sem gefur vísbendingar um upphaf eldsumbrota.

„Gerist það þá þurfum við að ráða hvort kvika er að fara að koma upp hjá Stóra-Skógfelli eða hvort hún leitist til að komast upp nær Grindavík. Þetta eru helstu tvær sviðsmyndirnar. Svo var reyndar hin þriðja sem er að kvika komi upp mun nær Grindavík og innan varnargarða. Það er líka möguleiki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert