Myndband: Stórhættulegt athæfi á Reykjanesbrautinni

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:30
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:30
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Tveim­ur tækni­mönn­um hjá Rúko brá held­ur bet­ur í brún í dag þegar þeir óku eft­ir Reykja­nes­braut­inni, í átt að bæn­um, og mættu þar rútu sem kom á fullri ferð á móti þeim á öf­ug­um veg­ar­helm­ingi.

Eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd­bandi þurftu bíl­ar að víkja snar­lega út í kant svo rút­an kæm­ist sína leið. 

„Við vor­um með mynda­vél­ina í mæla­borðinu í gangi, eins og alltaf, og skyndi­lega sáum við bíl­ana á und­an okk­ur kipp­ast til hliðar og svo þessa rútu koma á móti okk­ur öf­ugu meg­in við vegriðið,“ seg­ir Har­ald­ur Ingþórs­son í sam­tali við mbl.is.

Har­ald­ur var farþegi í bíl hjá vinnu­fé­laga sín­um, Vil­hjálmi Magnús­syni, þegar at­vikið átti sér en þeir fé­lag­ar voru á leið aft­ur í bæ­inn eft­ir að hafa verið við skoðun á vél sem teng­ist fram­kvæmd­un­um á Reykja­nes­braut­inni.

Ógn­vekj­andi aðstæður

Seg­ir Har­ald­ur mik­il mildi að nægt pláss hafi verið í veg­kant­in­um fyr­ir bíl­ana til að víkja fyr­ir rút­unni.

„Vil­hjálm­ur fylgd­ist svo með rút­unni í bak­sýn­is­spegl­in­um og sá hana keyra áfram á öf­ug­um veg­ar­helm­ingi eða alla vega svo langt sem hann náði að fylgja henni eft­ir í spegl­in­um. Það kem­ur fljót­lega þarna brekka og blind­hæð fyr­ir aft­an okk­ur en við vit­um svo ekk­ert hvernig bíl­arn­ir sem komu á eft­ir okk­ur brugðust við,“ seg­ir Har­ald­ur og bæt­ir við að þeim hafi brugðið veru­lega við at­vikið.

„Við erum ekki fremsti bíll­inn sem mæt­ir rút­unni og vor­um á góðum stað, með nóg pláss við hliðina á okk­ur. Við sáum aðra bíla á und­an okk­ur víkja svo við höfðum næg­an tíma til að bregðast við. Þannig að það varð aldrei svona hræðslumó­ment hjá okk­ur en það var engu að síður ógn­vekj­andi að sjá rút­una koma þarna á móti okk­ur.“

Lán­sam­ir að hafa náð að víkja

Aðspurður seg­ist Har­ald­ur ekki hafa tekið eft­ir því hvort ein­hverj­ir farþegar hafi verið um borð í rút­unni. Tek­ur hann fram í kjöl­farið að einnig hafi verið erfitt að lesa í and­lit öku­manns rút­unn­ar hvort hann gerði sér grein fyr­ir hætt­unni sem hann væri að skapa.

„Mér sýnd­ist rút­an vera ómerkt og vera svona týpísk bíla­leig­urúta en það er rétt að nefna að bíl­arn­ir sem voru fyr­ir aft­an okk­ur höfðu miklu minna pláss en við til að víkja. Við vor­um bara svo lán­sam­ir að vera akkúrat stadd­ir við af­rein­ina sem ligg­ur að ál­ver­inu.“

Veist þú meira um málið? Sendu okk­ur þá endi­lega ábend­ingu á frett­ir@mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka