„Því miður koma ekki allir vel út úr þessu“

„Því miður koma ekki allir vel út úr þessu,“ segir Sólný Pálsdóttir, ein þriggja Grindvíkinga sem spjallaði við Dagmál mbl.is um upplifun síðustu mánaða eftir að eldhræringar hófust með rýmingu Grindavíkur þann 10. nóvember síðastliðinn.

Vísar hún þar til frumvarps um uppkaup húsnæðis í Grindavík. Samkvæmt könnun eru 74% Grindvíkinga sem eru ánægðir með viðmið brunabótamats sem miðast er við við uppkaup á húsnæði. Þýðir það að 26% íbúa í Grindavík telja úrræði ríkisins ekki koma vel út fyrir þá. 

Vindur eins og í Grindavík

Dagbjartur Willardsson, fasteignasali sem hefur verið Grindvíkingum innan handar við það að finna húsnæði segir að vísir sé að því að Grindvíkingar vilji halda hópinn. Ein af þeim staðsetningum sem hugnast mörgum er Álftanes.

„Það er lítill munur. Það er meira að segja vindur þarna eins og í Grindavík,“ segir Dagbjartur í gamansömum tón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert