Vill leggja niður jafnlaunavottun

Diljá Mist Einarsdóttir segir jafnlaunavottun vera algjört rusl.
Diljá Mist Einarsdóttir segir jafnlaunavottun vera algjört rusl. mbl.is/Hákon

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram frumvarp þess efnis að afnema jafnlaunavottun.

Þessu greindi hún frá í hlaðvarpinu Þjóðmál.

„Þetta er náttúrulega hrikalegt bákn sem Viðreisn ber ábyrgð á. Svona þeirra barn úr þeirra fortíð í stjórnarsamstarfi,“ sagði Diljá Mist og bætti við:

„Ég held bara að það sé búið að sýna sig – og ég er auðvitað með gögn því til stuðnings – að þetta er bara algjört rusl þetta kerfi.“

Það var 1. júní 2017 sem Alþingi samþykkti lög um jafnlaunavottun.

Vonast til að leggja frumvarpið fram í næstu viku

Hún segir að fyrirtækjum ætti að vera frjálst að taka upp þetta kerfi á eigin vegum ef þau vilji það.

„En það er auðvitað fráleitt að við eitt ríkja í heiminum séum með eitthvað sérstakt, rándýrt jafnlaunavottunarkerfi sem skilar engum árangri. Við höfum verið að ná frábærum árangri þegar kemur að jöfnum launum og það hefur ekkert með þessa vottun að gera,“ sagði Diljá.

Í samtali við mbl.is kveðst Diljá vonast til þess að geta lagt fram frumvarpið í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert