Ásthildur Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samskipta- og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík.
Hún hefur starfað í samskipta- og markaðsmálum í rúm tíu ár og sérhæft sig í stafrænni markaðssetningu og viðskiptastýringu.
Ásthildur kemur frá Veritas-samstæðunni þar sem hún gegndi starfi deildarstjóra sölu- og þjónustu og markaðsstjóra Stoðar. Um árabil starfaði hún á auglýsingastofunni Sahara sem rekstrarstjóri innan samfélagsmiðladeildar, að því er kemur fram í tilkynningu.
Ásthildur er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk síðar Executive MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018.