Baldur Arnarson
Búið er að selja um 40% nýrra íbúða í þremur fjölbýlishúsum við miðborgina. Sala íbúða hófst í október og veitir salan því vísbendingar um ganginn á markaðnum síðustu mánuði.
Flestar íbúðir hafa selst í Borgartúni 24 eða tæplega helmingur íbúða, eins og sést í grafinu.
Þórunn Pálsdóttir, fasteignasali hjá Mikluborg, er að selja nýjar íbúðir í Skipholti 1. Seldar hafa verið níu íbúðir af 34 eða rúmlega fjórðungur íbúða.
Spurð um ganginn á markaðnum segir Þórunn að umræða um kjaramál hafi talsvert að segja.
„Markaðurinn er alltaf fréttadrifinn og nú fylgjast allir með öndina í hálsinum með samningaviðræðum. Það var mjög góð hreyfing í janúar þegar allir héldu að kjarasamningarnir væru að klárast. Svo var heldur rólegra á markaðnum þegar hlé varð á viðræðum,“ segir Þórunn.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.