Ríkið sýknað í fæðingarorlofsmáli

Málið var flutt fyrir Hæstarétt í byrjun febrúar.
Málið var flutt fyrir Hæstarétt í byrjun febrúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum Önnu Bryn­dís­ar Ein­ars­dótt­ur sem stefndi ríkinu vegna ákvörðunar um að hafna sér um greiðslur í fæðing­ar­or­lofi vegna vinnu sem var unn­in utan Íslands. 

For­saga máls­ins er sú að Anna Bryn­dís flutt­ist til Íslands í sept­em­ber árið 2019 eft­ir um fjög­urra ára dvöl í Dan­mörku þar sem hún hafði starfað. Hún hóf störf á ís­lensk­um vinnu­markaði í sept­em­ber 2019 og eignaðist barn í mars 2020.

Fæðing­ar­or­lofs­sjóður samþykkti ein­göngu greiðslur í or­lofi vegna vinnu á Íslandi og námu þær 184 þúsund krón­um á mánuði miðað við 100% or­lof.

Anna Bryn­dís kærði ákvörðun Fæðing­ar­or­lofs­sjóðs til úr­sk­urðar­nefnd­ar vel­ferðar­mála, en hún staðfesti niður­stöðu Fæðing­aror­lofs­sjóðs.

Málið fór fyr­ir Héraðsdóm­ Reykja­vík­ur í mars í fyrra, en hann staðfesti niður­stöðu úr­sk­urðar­nefnd­ar vel­ferðar­mála.

Anna Bryn­dís óskaði í kjöl­farið eft­ir því að Hæstirétt­ur myndi taka málið beint upp og vísaði hún meðal ann­ars til þess að úr­slit máls­ins gætu haft veru­lega al­menna þýðingu um beit­ingu rétt­ar­reglna og for­dæm­is­gildi fyr­ir fjölda ein­stak­linga sem væru í sömu stöðu og hún. Hæstirétt­ur varð að beiðninni og fór málið því ekki í gegn­um Lands­rétt.

Þegar málið var tekið fyrir var rétturinn full­skipaður með sjö dómur­um, sem er óal­gengt. Al­mennt skipa fimm dóm­ar­ar rétt­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert