Sagðir í vandræðum á seglbretti og í gúmmíbát

Tilkynningin barst upp úr klukkan 18 í gærkvöldi.
Tilkynningin barst upp úr klukkan 18 í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning upp úr klukkan 18 í gærkvöldi um að tveir piltar væru í vandræðum í sjónum við Norðurbakkann í Hafnarfirði. Annar var á seglbretti og hinn á gúmmíbát.

Slökkviliðið sendi sjúkrabíl af stað en eftir að lögreglan kom á staðinn og í ljós kom þeir höfðu ekki verið í vandræðum, sneri bíllinn við, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Eldur í ruslatunnu og 127 flutningar

Eldur kviknaði í ruslatunnu við Strandgötu í Hafnarfirði um hálfellefuleytið í gærkvöldi. Tunnan stóð úti á gangstétt og var því engin hætta á að eldurinn breiddist út.

Slökkviliðið fór í 127 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn og hafði því í nógu að snúast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert