Skjálftahrina varð í kvikuganginum í nótt

Hraun í nágrenni Grindavíkur.
Hraun í nágrenni Grindavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Smáskjálftahrina varð á um tíu mínútna kafla á fjórða tímanum í nótt í kvikuganginum rétt sunnan við Hagafell.

Að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, mældust 13 skjálftar á þessu tímabili en eftir það dró hratt úr skjálftavirkninni og hefur staðan verið tiltölulega róleg síðan þá.

Alls hafa 20 jarðskjálftar mælst í kvikuganginum frá miðnætti.

Veðurstofan fylgist áfram vel með gangi mála á svæðinu, enda miklar líkur taldar á eldgosi á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert