Tugir milljóna fara í lagfæringar

Slökkvistöðin á Ísafirði er illa farin eftir leka- og rakaskemmdir.
Slökkvistöðin á Ísafirði er illa farin eftir leka- og rakaskemmdir. Ljósmynd/Ísafjarðarbær

Bæjarráði Ísafjarðarbæjar voru á mánudag kynntir þrír kostir til að bregðast við ástandi slökkvistöðvar bæjarins í Fjarðarstræti 26. Gera þarf töluverðar úrbætur á húsnæðinu til að koma því í nothæft ástand og gæti það kostað hátt í hundrað milljónir króna.

Í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarráð segir að kostur eitt sé að láta byggja nýja slökkvistöð sem staðsett yrði á Suðurtanga en kostnaðurinn er talinn hlaupa á um 370 til 460 milljónum króna miðað við 800 til þúsund fermetra hús.

Annar kostur er að auglýsa eftir leiguhúsnæði sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til slökkvistöðva. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert