Vinna dag og nótt við garðana

Varnargarðar við Grindavík hafa verið hækkaðir.
Varnargarðar við Grindavík hafa verið hækkaðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu, segir vinnu við varnargarðana nærri Grindavík ganga mjög vel enda sé unnið sex daga vikunnar, allan sólarhringinn, að framkvæmdunum.

„Það er búið að reisa þessa garða, sem eru í raun og veru beint norður af byggðinni. Vinnan við syðri hlutann af austari garðinum er komin vel á veg og sömuleiðis fyrstu skrefin í görðunum sem fara vestan við byggðina. Þannig að staðan norðan við byggðina er orðin bara mjög góð og í raun og veru austan við líka. Svo er þetta nú komið svona ágætlega á leið vestan við en ekki þó alveg niður með byggðinni, það eru einhverjar vikur í að við klárum það,“ segir hann. Spurður hvort mikil pressa sé á hópnum að klára vegna aukinnar kvikusöfnunar svarar Jón Haukur því til að það sé alltaf viss pressa í gangi. „Og hefur verið frá fyrsta degi, alveg síðan í nóvember, það hefur ekkert breyst.“

Í gær hafði skjálftavirkni á svæðinu minnkað miðað við síðustu daga, að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni, en alls mældust 30 skjálftar á einum sólarhring. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert