„Átök um einstök atriði“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óvíst er hvort fundur verður boðaður í kjaradeilu breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu í dag.

Starfsgreinasambandið og og Samiðn funduðu með Samtökum atvinnulífsins í gær en Efling ákvað að mæta ekki við fundarborðið og í gærkvöld var ákveðið á fundi samninganefndar Eflingar að efna til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá ræstingafólki. Hún hefst á mánudaginn og verði sú tillaga samþykkt mun ræstingafólk í Eflingu leggja niður störf þann 18. mars.

„Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um fundarhöld í dag. Það er í samráði við samningsaðila um framhald málsins en engin boðun hefur verið send enn þá. Það gæti alveg orðið fundur í dag en það er bara óvíst,“ segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari við mbl.is.

Hann segir að nokkrum málum hafi verið vísað til ríkissáttasemjara og ef það verði haldnir fundir í einhverju þeirra eða þeim öllum þá verði þeir boðaðir sem eiga aðild að málinu. Spurður hvort kjaradeila breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins sé komin í hnút segir Ástráður:

„Það eru átök um einstök atriði eins og stundum áður,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert