„Eins og þekkingin núllist á milli gosa“

„Mér finnst apparatið ekkert voðalega gott að læra af reynslunni,“ segir Sunna Jónína Sigurðardóttir, einn þriggja Grindvíkinga sem ræddu við Dagmál mbl.is um aðstæður bæjarbúa.

Telur hún ósamræmi í aðgerðum yfirvalda hafa gert það að verkum að órói hafi aukist meðal fólks. 

„Fyrst má ekki neitt. Síðan kemur eitthvað millibil og svo er allt í einum öllum sleppt lausum og túristar komnir upp um allt,“ segir Sunna.

Hún leggur til að íbúar hafi fastan QR kóða til þess að komast inn í Grindavík. „Það er eins og þekkingin núllist á milli gosa og vitleysan byrjar upp á nýtt,“ segir Sunna.

Með Sunnu voru þau Dagbjartur Willardsson og Sólný Pálsdóttir. Þau benda á að gríðarlega erfitt sé fyrir viðbragðsaðila að taka ákvarðanir í þessum aðstæðum og að heilt yfir telji þau að vel hafi verið gert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert