Fundur boðaður í fyrramálið

Frá fundi breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu.
Frá fundi breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu breiðfylkingar stéttafélaga og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu klukkan 9 í fyrramálið.

Þetta staðfesti Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is.

Breiðfylkingin og Samtök atvinnulífsins funduðu með ríkissáttasemjara í Karphúsinu í gær. Efling ákvað að stíga til hliðar og mætti ekki til fundar en það gerðu hins vegar Starfsgreinasambandið og Samiðn. 

Spurður hvort Efling mæti til fundarins á morgun sagði Ástráður:

„Ég geri fastlega ráð fyrir því. Ég veit ekki annað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert