Kalt vatn flæðir um Hlíðarnar

Það er óhætt að segja að götur í Hlíðunum séu …
Það er óhætt að segja að götur í Hlíðunum séu á floti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu berst nú við kalt vatn sem lekur um Hlíðarnar vegna rofinnar kaldavatnslagnar við stóra hringtorgið í Lönguhlíð. 

Þetta staðfestir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Hann segir útkallið hafa borist upp úr klukkan níu og að einn dælubíll hafi verið sendur á vettvang auk fulltrúa frá Orkuveitunni. 

„Það lekur vatn um hverfið og það er farið að nálgast húsin óþarflega mikið,“ segir Bjarni og útskýrir að slökkviliðið vinni nú að því að beina vatninu frá húsunum. 

Spurður hvernig það sé gert kveðst Bjarni telja að vatni verði dælt í stórar slöngur sem notaðar verða til að mynda vegg og leiða þannig vatnið frá húsunum. 

Slökkviliðið vinnur nú að því að beina vatninu frá íbúðarhúsum …
Slökkviliðið vinnur nú að því að beina vatninu frá íbúðarhúsum í hverfinu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert