Keyrði á ljósastaur í Garðabæ

Slökkviliðið fór á vettvang.
Slökkviliðið fór á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umferðarslys varð skammt frá bensínstöð Olís í Garðabæ í morgun þegar keyrt var á ljósastaur.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um slysið rétt fyrir klukkan sex.

Ökumaðurinn var einn í bílnum og var hann fluttur á slysadeild til skoðunar en meiðsli hans voru minniháttar.

Slökkviliðið er að störfum á vettvangi við að hreinsa upp olíu og brak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert