Ragna: Langþráð framfaraskref

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, segir þetta vera langþráð framfaraskref og …
Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, segir þetta vera langþráð framfaraskref og Alþingi vera nýta sér tæknina til að gera kerfið einfaldara og skilvirkara fyrir alla aðila. Samsett mynd/mbl.is/Hari/Kristinn Magnússon

Ný umsagnagátt hefur verið tekin í notkun á vef Alþingis, að því kemur fram í tilkynningu á vef þingsins. Skrifstofustjóri Alþingis segir þetta vera langþráð framfaraskref. 

Fram kemur að gáttin eigi að einfalda ferlið að senda inn umsagnir um þingmál.

Hægt er að skrá sig inn í gáttina með rafrænum skilríkjum, velja þingmál af lista, draga viðeigandi skjöl inn í gáttina og senda. Umsagnir birtast opinberlega undir þingmálum á vef Alþingis samkvæmt starfsreglum fastanefnda sem forseti Alþingis hefur sett.

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, segir þetta vera langþráð framfaraskref og Alþingi vera nýta sér tæknina til að gera kerfið einfaldara og skilvirkara fyrir alla aðila.

„Þetta er til mikilla þæginda, á að vera betra fyrir notendur og er ákveðinn vinnusparnaður fyrir skrifstofuna,“ segir Ragna í samtali við mbl.is. 

Þrátt fyrir nýjungina verður enn hægt að senda inn umsagnir með gamla laginu.

Hægt er að tengjast umsagnagátt Alþingis hér, einnig má nálgast leiðbeiningar um ritun umsagna á vef Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert