Flytja þurfti mann á sjúkrahús vegna fjórhjólaslyss sem var við Hvaleyrarvatn á tólfta tímanum í kvöld.
Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliðið hafa sent bæði sexhjól og sjúkrabíl eftir manninum.
Hann kvaðst þó ekki hafa fengið upplýsingar um hvort nota hafi þurft sexhjólið.
Útkallið barst um svipað leiti og dælubíll frá slökkviliðinu var á leið úr útkalli í Hlíðunum vegna vatns sem lak úr kaldavatnslögn sem rofnaði á níunda tímanum í kvöld.