Umferðarskilti sem tákna lágmarkshraða, umferðartafir, göngugötur og hjólareinar eru meðal þeirra rúmlega fjörutíu skilta sem verða tekin í notkun, auk sérstakra umferðarljósa fyrir hjólandi vegfarendur.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur undirritað nýja heildarreglugerð um umferðamerki og notkun þeirra og með þessu verða.
Tekin eru upp á fimmta tug nýrra umferðarmerkja, á annan tug nýrra yfirborðsmerkinga og tvenn ný umferðarljós, að því er fram kemur í tilkynningu á vef innviðaráðuneytisins.
Breytingar eru þá gerðar á útliti á yfir fjörutíu merkjum og yfir sextíu merki eru felld á brott, nær alfarið þjónustumerki. Nýju merkin taka gildi þann á morgun, föstudaginn 1. mars 2024.
Fjögur ný viðvörunarmerki eru tekin upp, sem tákna holur, skerta sýn vegna veðurs, umferðartafir og slys. Hægt er að sjá öll merkin á vef Samgöngustofu en mbl.is hefur safnað þeim helstu saman.
Nýr flokkur forgangsmerkja er tekinn upp, þar sem má meðal annars finna nýtt merki: Fléttuakstur. Það er notað þar sem tveir umferðarstraumar renna saman í einn og mælst er til að fremstu bílar úr straumunum tveimur skiptist á að aka áfram.
Þá er einnig tekið upp nýtt merki þar hvorki gangandi né hjólandi umferð er leyfð. einnig er sérstakt merki tekið upp fyrir hjólareinar.
Nú eru komin sérstök boðmerki sem tákna heldur lágmarkshraða sem á skal aka. Skiltin geta einnig átt við um sérstaka akrein á tilteknum vegi.
Þá er einnig nýtt skilti sem sýnir hvar þarf að borga bílastæðagjald.
Sem fyrr segir eru tvenn ný umferðarljós tekin upp með reglugerðinni: annars vegar ljós fyrir gangandi vegfarendur, hins vegar sérstök akreinaljós sem gilda aðeins fyrir eina akrein.