Þrír fluttir á slysadeild til skoðunar

Slökkviliðið að störfum í Yrsufelli í morgun.
Slökkviliðið að störfum í Yrsufelli í morgun. mbl.is/Kristján Þór

Eldurinn sem kviknaði í íbúðinni í Yrsufelli í Breiðholti fyrr í morgun hefur verið slökktur og hefur lögreglan tekið við vettvanginum.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Minniháttar tjón varð á stigagangi vegna reyks, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Einstaklingarnir tveir sem voru í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði voru fluttir til skoðunar á slysadeild. Um mann og konu var að ræða og gekk maðurinn sjálfur út úr íbúðinni en konan þurfti aðstoð. Auk þess var annar íbúi fjölbýlishússins fluttur á slysadeild til skoðunar.

Aðrir íbúar fengu að fara aftur inn í íbúðir sínar eftir að slökkviliðið hafði lokið störfum en farið hafði verið með þá í skjól inn í næsta stigagang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert