Tveir í haldi í tengslum við hrinu innbrota

Þjófarnir hafa einkum verið á höttunum eftir skartgripum og lausafé.
Þjófarnir hafa einkum verið á höttunum eftir skartgripum og lausafé. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar í Hafnarfirði sem taldir eru tengjast hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikurnar. Mennirnir voru handteknir í gær.

Töluvert hefur verið um innbrot í heimahús á höfuðborgarsvæðinu og hafa þjófarnir einkum verið á höttunum eftir skartgripum og lausafé.

„Við erum að rannsaka öll þessi innbrotsmál á höfuðborgarsvæðinu og við erum með tvo aðila í haldi. Þetta eru nánast eingöngu skartgripir sem þjófarnir hafa verið að falast eftir og lausafé sem finnst,“ segir Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Hafnarfirði, í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert