Vegagerðin semur við Mýflug

Flugvél Mýflugs á Húsavíkurflugvelli.
Flugvél Mýflugs á Húsavíkurflugvelli. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur út mars.

Flognar verða fjórar ferðir í viku, að því er Vegagerðin greinir frá.

Flogið verður þrjá daga í viku milli Eyja og Reykjavíkur sem og milli Húsavíkur og Reykjavíkur.

Flugvélar af gerðinni Beechcraft King Air B200, sem er níu farþegasæta vél, og Jetstream 32, sem tekur 19 farþega í sæti, verða notaðar í verkefnið.

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

„Flugleiðir þessar eru styrktar sérstaklega af ríkinu til að tryggja tímabundið lágmarksþjónustu á þessum leiðum á meðan markaðslegar forsendur eru ekki til staðar, enda flugið mikilvægt fyrir íbúa og atvinnulíf á svæðunum,” segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert