Vinnuslysum fer fjölgandi á landinu

Samkvæmt tölum frá embætti landlæknis urðu 16 vinnuslys hvern virkan …
Samkvæmt tölum frá embætti landlæknis urðu 16 vinnuslys hvern virkan dag árið 2019 mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fyrstu tölur frá Vinnueftirlitinu frá árinu 2023 benda til þess að vinnuslysum fari fjölgandi og er það ekki ósvipað því sem er í nágrannalöndunum,“ segir Lovísa Ólafsdóttir forvarnasérfræðingur hjá VÍS í samtali við Morgunblaðið.

Samkvæmt tölum frá embætti landlæknis urðu 16 vinnuslys hvern virkan dag árið 2019, en þar eru tiltekin öll vinnuslys, bæði minni háttar sem ollu ekki fjarveru frá vinnu sem og svokölluð fjarveruslys sem leiddu til a.m.k. eins dags fjarvistar, en fjarveruslysin ber að tilkynna Vinnueftirlitinu.

Aðspurð segir Lovísa að tvær atvinnugreinar skeri sig úr hvað fjölda vinnuslysa varðar, annars vegar mannvirkjagerð og hins vegar flutningaþjónusta. Þar sé um að ræða hlutfallslega fjölgun slysa, þ.e. fjölgun slysa umfram fjölda starfandi fólks á vinnumarkaði.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert