Byrjaði að brjóta gegn konunni í Hafnarfirði

Leigubílstjóri var nýverið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að …
Leigubílstjóri var nýverið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu sem var farþegi hjá honum. Ljósmynd/Colourbox

Kon­an sem leigu­bíl­stjór­inn Abd­ul Habib Kohi var ný­lega dæmd­ur fyr­ir að brjóta gegn var nýorðin 17 ára göm­ul þegar nauðgun­in átti sér stað árið 2022. Líf­sýni úr Abd­ul fund­ust meðal ann­ars á brjóst­um stúlk­unn­ar. Brot­in áttu sér ít­rekað stað frá Hafnar­f­irði að Reykja­nes­bæ.

Þetta kem­ur fram í dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur. Eins og mbl.is greindi frá í síðustu viku þá var maður­inn dæmd­ur í tveggja ára fang­elsi, en þá var ekki búið að birta dóm­inn á vef dóm­stól­anna.

Er Abd­ul gert að greiða brotaþol­an­um 1.800.000 krón­ur, auk vaxta, í miska­bæt­ur. Þá ber hon­um að auki að greiða rúm­lega 3,5 millj­ón­ir króna í lög­fræðikostnað og ann­an sak­ar­kostnað.

Fékk kon­an far með hon­um aðfaranótt sunnu­dags­ins 25. sept­em­ber árið 2022 frá miðbæ Reykja­vík­ur til Reykja­nes­bæj­ar. Í framb­urði kon­unn­ar kom fram að maður­inn hafi fyrst brotið á henni þegar komið var í Hafn­ar­fjörð og gerði hann það meðal ann­ars með því að þukla á brjóst­um henn­ar og kyn­fær­um. 

Framb­urður leigu­bíl­stjór­ans ótrú­verðugur

Á Reykja­nes­braut­inni stoppaði leigu­bíl­stjór­inn bif­reiðina við Grinda­víkuraf­leggj­ar­ann svo að hún gæti kastað upp. Eft­ir það sett­ist hún aft­ur inn í bíl­inn og leigu­bíl­stjór­inn byrjaði að kyssa hana gegn henn­ar vilja. Lagði leigu­bíl­stjór­inn svo aft­ur af stað og á meðan hann ók bif­reiðinni nuddaði hann kyn­færi henn­ar innan­k­læða og hætti því rétt áður en þau komu á áfangastað. Líf­sýni sem tek­in voru staðfesta að Abd­ul snerti hana.

Abd­ul bar það fyr­ir sig að hann hafi aðeins verið að reyna að hjálpa henni og að kanna lífs­mörk henn­ar. Dóm­ur­inn mat hans ýmsu út­skýr­ing­ar á mála­vöxt­um fjar­stæðukennd­ar og mis­vís­andi. Þá seg­ir að Abd­ul hafa leit­ast við að fegra hlut sinn með vís­an til þess að hann hefði all­an tím­ann verið að aðstoða brotaþola.

„Í ljósi fram­an­greinds verður að telja framb­urð ákærða ein­stak­lega ótrú­verðugan auk þess að hafa verið á reiki. Verður á eng­an hátt fall­ist á þær ástæður sem hann hef­ur nefnt fyr­ir því hvers vegna hann snerti brotaþola og að hann hafi hugs­an­lega snert hana óvilj­andi,“ seg­ir í dómi héraðsdóms.

Fékk dótt­ur­ina í fangið há­grát­andi

Faðir kon­unn­ar bar vitni um það þegar hún kom heim til hans og móður henn­ar um nótt­ina. Hjón­in vöknuðu við það að dyra­bjöll­unni var hringt með lát­um og þegar faðir­inn opnaði fékk hann dótt­ur sína í fangið ger­sam­lega í rusli og há­grát­andi, líkt og haft er eft­ir hon­um í dómn­um. 

Þá seg­ir faðir­inn að hún hafi ekki getað komið upp orði í fyrstu.

„Hefði hún náð að lýsa því að hún hefði verið í leigu­bif­reið og bíl­stjór­inn hefði káfað á henni. Hon­um og móður henn­ar hefði brugðið mikið, hann farið með brotaþola afsíðis, reynt að fá fram nán­ari lýs­ingu frá henni og síðan hringt í 112 og sagt frá því sem hafði komið fyr­ir en það hefði þá enn verið óskýrt. Brotaþoli hefði þá lýst bif­reiðinni og sagt að bíl­stjór­inn hefði ekki talað ís­lensku,“ seg­ir í dómn­um um vitn­is­b­urð föður­ins.

Brást trausti sem leigu­bíl­stjóri

Fram kem­ur að kon­an hafi gefið þrjár skýrsl­ur í kjöl­far at­viks­ins og að framb­urður henn­ar hafi verið stöðugur í gegn­um meðferð máls­ins. Dóm­ur­inn seg­ir að brot Abd­ul hafi verið gróft og að hann hafi not­fært sér slæm­ar aðstæður kon­unn­ar.

„Brot ákærða var gróft, hann not­færði sér slæm­ar aðstæður brotaþola og ung­an ald­ur og það traust sem hún bar til hans vegna stöðu hans sem leigu­bif­reiðastjóri. Með brot­inu, sem hafði al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir brotaþola, beitti hann brotaþola grófu of­beldi og braut gegn kyn­frelsi henn­ar.

Með vís­an til fram­an­greinds og sak­ar­efn­is máls­ins þykir refs­ing ákærða hæfi­lega ákveðin fang­elsi í tvö ár. Í ljósi al­var­leika brots­ins er ekki efni til að skil­orðsbinda refs­ingu ákærða,“ seg­ir meðal ann­ars í niður­stöðu dóms­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert