Dæla þurfti vatni upp úr einum kjallara og einum bílskúr í Hlíðunum seint í gærkvöldi eftir að kalt vatn flæddi þar um göturnar.
Að sögn Bjarna Ingimarssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, þurfti að dæla mestu vatni upp úr bílskúrnum.
Slökkvilið var að störfum á svæðinu þar til skömmu eftir miðnætti. Eftir það tóku verktakar frá Veitum við verkefninu.
Í tilkynningu frá Veitum klukkan 2.40 í nótt kemur fram að köldu vatni hafi verið hleypt aftur inn á kerfið.
Vatnið tók að flæða eftir að kaldavatnslögn rofnaði við stóra hringtorgið í Lönguhlíð.