Fluttu inn kókaín frá Amsterdam og París

Kókaín.
Kókaín. Ljósmynd/Colourbox

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt í tveimur málum sem sneru að innflutningi fíkniefna til landsins.

Marina Valerie Elsa Duval var dæmd í 14 mánaða fangelsi fyrir að hafa hinn 17. desember síðastliðinn flutt 297,51 grömm af kókaíni og 615,61 g af ketamíni til landsins.

Fíkniefnin flutti hún sem farþegi í flugi frá Amsterdam í Hollandi til Keflavíkurflugvallar. Þau voru falin innvortis og í fatnaði sem hún klæddist.

Henni var m.a. gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns upp á rúmar 1,8 milljónir króna.

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Hákon

Hlaut 20 mánaða dóm

Héraðsdómur dæmdi Andreas Theodosiou í 20 mánaða fangelsi fyrir að flytja til landsins 1.176,33 grömm af kókaíni.

Hann flutti fíkniefnin í flugi frá París í Frakklandi til Keflavíkurflugvallar, falin innvortis.

Theodosiou var dæmdur til að greiða þóknun skipaðs verjanda síns upp á um 717 þúsund krónur, auk um 1,3 milljóna króna í annan sakarkostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert