Hildigunnur nýr forstjóri Veðurstofunnar

Hildigunnur H. H. Thorsteinsson hefur verið skipuð sem nýr forstjóri …
Hildigunnur H. H. Thorsteinsson hefur verið skipuð sem nýr forstjóri Veðurstofu Íslands.

Hildigunnur H. H. Thorsteinsson hefur verið skipuð sem nýr forstjóri Veðurstofu Íslands til næstu fimm ára, en skipun hennar tekur gildi frá og með 1. júní. Greint er frá skipuninni á vef Stjórnarráðsins.

Hildigunnur er með BSc gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og lauk MSc gráðu í Technology and Policy frá Massachusetts Institute of Technology árið 2008.

Hildigunnur hefur starfað sem Chief Technical Officer hjá Innargi A/S í Kaupmannahöfn, frá 2022. Hún starfaði sem verkfræðingur hjá Enex Hf. í Reykjavík á árunum 2005-2006 og sem verkefnastjóri hjá Iceland America Energy Inc. í Los Angeles 2008-2009.

Hildigunnur var tæknistjóri í orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington árin 2009-2011 og síðar teymisstjóri á jarðvarmasviði í sama ráðuneyti 2011-2012. Árið 2013 tók Hildigunnur við stöðu framkvæmdastýru rannsókna- og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur og sinnti því starfi til ársins 2022.

Embætti forstjóra Veðurstofu Íslands var auglýst í nóvember og sóttu átta um embættið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert