Mast hefur tilkynnt Hval hf. um að fyrirtækið hljóti stjórnvaldssekt upp á 400 þúsund krónur sökum þess að of langur tími leið á milli þess sem sem fyrra og síðara skot voru tekin þegar hvalur var aflífaður við veiðar.
Hvalveiðar voru stöðvaðar tímabundið þann 14. september á síðasta ári eftir brot á lögum um velferð dýra. Var bannið sett á í kjölfar þess að langur tímið leið á milli skota þegar langreyður var aflífaður.
„Fyrirtæki braut dýravelferðarlög við hvalveiðar með því að hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið. Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar skal án tafar framkvæma endurskot ef dýr drepst ekki við fyrra skot. Stjórnvaldssekt 400.000 kr,“ segir í tilkynningu á vef Mast.