Það gengur í norðan 8-15 metra á sekúndu í dag og hvassara verður í vindstrengjum suðaustan til síðdegis.
Él verða á Norður- og Austurlandi og snjókoma allra syðst fram að hádegi, en bjartviðri annars staðar.
Frost verður á bilinu 2 til 10 stig.
Það lægir víða um land á morgun með sólríku veðri og kalt verður áfram.
Í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að staðbundnir hvassir vindstrengir verða og hviður um og yfir 30 m/s við Vatnajökul og undir Mýrdalsjökli seinnipartinn í dag. Gæti þetta verið varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.