#14 Íslenskt ölæði og framtíðar stjórnarmynstur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi útlendingamálin, ríkisstjórnarsamstarfið og möguleg framtíðarstjórnarmynstur í nýjasta þætti Spursmála. Þátturinn var sýndur í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 í dag.

Þorgerður Katrín hefur farið mikinn í umræðunni um málefni innflytjenda og flóttafólks og bent á að margt megi betur fara í málaflokknum. Varasamt sé þó að gera málaflokkinn að kosningamáli. Hefur hún gagnrýnt núverandi ríkisstjórnarsamstarf harðlega og þótt það litast af miklu dugleysi.

Upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að neðan og er hún öllum aðgengileg.

Afmæli bjórsins

Yfirferð á fréttum vikunnar voru að stórum hluta tileinkaðar afmæli bjórsins. Í dag eru 35 ár liðin frá því að bjórbanninu var aflétt á Íslandi og er því viðeigandi að fagna bjórnum og rifja upp afléttingu bjórbannsins.

Á meðan langflestir landsmenn fögnuðu afnámi bjórsölubannsins þá voru ekki allir á eitt sáttir við ákvörðunina. Var hún talin ábyrgðarlaus og stuðla að aukinni óreglu og ölæði á meðal þjóðarinnar.

Arnar Sigurðsson eigandi vínverslunarinnar Santé mætti í settið ásamt Kjartani Vídó Ólafssyni, markaðsstjóra HSÍ og bruggmeistara hjá bjórverksmiðjunni The Brothers Brewery, til að ræða íslenska bjórmenningu nú og þá.

Einnig rýndu þeir helstu fréttamál í líðandi viku enda athyglisverð fréttavika að baki þar sem á nógu var að taka.

Fylgstu með fræðandi og fjörugri samfélagsumræðu hér á mbl.is alla föstudaga kl. 14. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Arnar Sigurðsson eigandi Santé, og …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Arnar Sigurðsson eigandi Santé, og Kjartan Vídó Ólafsson, bruggmeistari hjá The Brothers Brewery, eru gestir í Spursmálum þessarar viku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert