Líkamsárás á skemmtistað

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líkamsárás var gerð á skemmtistað í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti upp úr klukkan eitt í nótt.

Skýrsla var rituð og er málið í rannsókn.

Tilkynnt var um innbrot á veitingastað laust fyrir klukkan hálfþrjú í nótt og fer lögreglan á Vínlandsleið með rannsókn málsins, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Líkamsárás og húsbrot

Upp úr klukkan hálfeitt í nótt var tilkynnt um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur og skömmu síðar var tilkynnt um húsbrot í austurbæ Reykjavíkur. Einn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt var um innbrot í austurbænum klukkan fimm í nótt. Málið er í rannsókn.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert