Líkur á smiti minnka með hverjum degi

Engin frekari mislinga-, hettusóttar, eða berklasmit hafa greinst.
Engin frekari mislinga-, hettusóttar, eða berklasmit hafa greinst. Ljósmynd/Colourbox

Ekki hefur orðið vart við fleiri tilfelli mislinga, hettusóttar eða berkla sem tilkynnt var um fyrri hluta og um miðjan febrúar.

Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir segir að vel hafi gengið að koma í veg fyrir smit hettusóttar sem upp meðal starfsmanna í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði. Upphaflega voru fjórir greindir með hettusótt og síðar bættist einn við. Ekki hefur orðið vart við fleiri smit síðan. Farið var í bólusetningaátak í tveimur skólum í kjölfar smitanna.

Þá er eingöngu vitað um eitt mislingasmit en sagt var frá því í upphafi febrúarmánaðar að erlendur ferðamaður á fullorðinsaldri hafði leitað á spítala og greinst með mislinga.

Þá var tilgreint um berklasmit í Háteigsskóla í Reykjavík eftir miðjan febrúarmánuð.

„Það hafa ekki greinst önnur smit og það gengur vel að meðhöndla það smit,“ segir Guðrún.

Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir.
Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðað við tvöfaldan meðgöngutíma

Meðgöngutími hettusóttar er allt að þrjár vikur og mislinga nærri tveimur vikum. „Við miðum alltaf við tvo meðgöngutíma áður en við segjum að komið hafi verið í veg fyrir smit. En auðvitað er það þannig að eftir því sem lengri tími líður þá minnka líkurnar,“ segir Guðrún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert