Óvæntur slagur um tún í Borgarfirði

Túnið Kerlingarhólmi í Norðurárdalnum hefur reynst gjöfult.
Túnið Kerlingarhólmi í Norðurárdalnum hefur reynst gjöfult. Ljósmynd/Þórhildur Þorsteinsdóttir

„Auðvitað á ríkið að viðurkenna að þarna hafi verið gerð mistök og taka þessi tún út. Það er fáránlegt að við eigum að þurfa að gjalda fyrir þessi mistök,“ segir Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði.

Þórhildur hefur óvænt dúkkað upp í miðju stormsins í kringum kröfur íslenska ríkisins um þjóðlendur á svonefndu svæði 12, sem tekur til eyja og skerja innan landhelginnar. Nú þarf Þórhildur að sanna eignarrétt sinn á 11 hektara túni í miðjum dalnum, en svo óheppilega vill til að það ber heitið Kerlingarhólmi.

Kveðst Þórhildur telja að einhvers staðar í ferlinu hafi menn gleymt að nota lestrarkunnáttu sína, hvað þá landafræðikunnáttu. Kerlingarhólmi liggi hvergi að sjó né gæti neinna sjávarfalla þar í kring. „Þarna er tilviljanakennd krafa í hólma lengst inni í landi,“ segir hún. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert