Kristján Jónsson
Frambjóðendur til embættis forseta Íslands geta í dag hafist handa við að safna undirskriftum á netinu, en frá 1. mars er hægt að safna meðmælum rafrænt. Fresturinn til að bjóða sig fram rennur hins vegar ekki út fyrr en 26. apríl og hinn 2. maí mun landskjörstjórn auglýsa hver eru í framboði. Kjördagur er 1. júní 2024.
„Mikið hagræði er fyrir frambjóðanda, meðmælendur og landskjörstjórn að nota rafrænt meðmælakerfi,“ segir á Ísland.is.
Forsetaframbjóðandi þarf að safna meðmælum með framboði sínu frá kjósendum. Meðmæli skulu ekki vera færri en 1.500 og ekki fleiri en 3.000, en viðmiðum um fjölda meðmælenda hefur ekki verið breytt um árabil.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.