Síðasta sperran er risin

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, ásamt forsvarsmönnum Hauka og verktaka.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, ásamt forsvarsmönnum Hauka og verktaka. Mynd/Hafnarfjörður

Bæjarfulltrúar í Hafnarfirði, forsvarsmenn Hauka og verktakar fögnuðu því saman í gær að síðasta sperran í nýtt knatthús Hauka að Ásvöllum er risin.

Fram kemur á vef Hafnarfjarðarbæjar að af því tilefni var haldið reisugildi en knatthús Hauka verður upphitað fjölnota íþróttamannvirki. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tók fyrstu skóflustunguna að knatthúsi Hauka 12. apríl 2021 á 90 ára afmælisdegi knattspyrnufélagsins.

Um helmingur verksins er að baki stefnt er að því að taka húsið í notkun í desember og mun knatthúsið geta hýst leiki í efstu deild. Lofthæðin er mest 20 metrar og mun það taka hátt í 900 manns í sæti.

Taka á fjölnota íþróttamannvirkið í notkun í desember.
Taka á fjölnota íþróttamannvirkið í notkun í desember. Mynd/Hafnarfjörður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert