Þráðurinn tekinn upp að nýju í Karphúsinu

Fundur breiðfylkingar stéttafélaga og Samtaka atvinnulífsins hófst í Karphúsinu klukkan …
Fundur breiðfylkingar stéttafélaga og Samtaka atvinnulífsins hófst í Karphúsinu klukkan 9 í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundur breiðfylkingar stéttafélaga og Samtaka atvinnulífsins hófst í Karphúsinu klukkan 9 í morgun en áfram er unnið að því að reyna að landa langtímakjarasamningi.

Efling, Starfsgreinasambandið og Samiðn mynda breiðfylkinguna. Efling ákvað í fyrradag að stíga til hliðar og mæta ekki til fundar og lýsti því yfir að trúnaðarbrestur hafi orðið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Ekki var fundað í kjaradeilunni í gær. 

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í samtali við mbl.is í gær að hún ætlaði að mæta á samningafundinn í dag og seinna í dag mun samninganefnd Eflingar funda með Samtökum atvinnulífsins.

Samninganefnd Eflingar ákvað í fyrrakvöld að atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar hjá ræstingafólki fari fram á meðal félagsmanna og hefst sú atkvæðagreiðsla á mánudaginn.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við mbl.is í gær að hún væri ekki hrifin af því að kjaraviðræður SA og breiðfylkingar stéttafélaga fari í þann átakaferveg sem verkföll eru.

Óviðeigandi að samið sé um auknar hækkanir handa hálaunahópum 

Í færslu á Facebook í morgun segir Sólveig Anna að forystu SA finnst óviðeigandi að verka og láglaunafólk taki málín í sínar eigin vinnuhendur og berjist fyrir betri kjörum.

Við í Eflingu erum ekki á þeirri skoðun. Okkur finnst óviðeigandi að samið sé um auknar hækkanir handa hálaunahópum Alþýðusambandsins á meðan að fulltrúum verkafólks er sýnd óvirðing við samningsborðið og kröfum þess fólks sem að heldur samfélaginu gangandi með vinnuafli sínu ekki svarað með neinu nema útúrsnúningi og rugli,“ skrifar Sólveig Anna.

Hún segir að hafin sé undirbúningur verkfalla og að Efling sé ekki eins og þeir sem láta sér nægja að hóta kannski aðgerðum einhvern tíma eftir að aðgerðarhópar hafi mögulega komist að einhverskonar niðurstöðu. Verkin séu látin tala, nú líkt og ávallt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert