Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræðir útlendingamálin af kappi í næsta þætti af Spursmálum undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.
Þátturinn verður sýndur í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 í dag.
Í dag eru 35 ár liðin frá því að bjórbanninu var aflétt á Íslandi. Það er því vel við hæfi að fagna afmæli bjórsins og rekja sögu hans í þætti dagsins.
Bjórsérfræðingarnir þeir Arnar Sigurðsson, eigandi vínverslunarinnar Santé, og Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands og einn eigenda bruggverksmiðjunnar The Brothers Brewery, koma í settið til að stikla á stóru um sögu bjórsins þá og nú. Einnig munu þeir varpa ljósi á skoðanir sínar á fyrirferðarmestu fréttamálum líðandi viku.
Ekki missa af stórskemmtilegum og spennandi þætti af Spursmálum hér á mbl.is á slaginu kl. 14 alla föstudaga.