Starfsmenn frá Veitum unnu að því í nótt að einangra bilunina sem varð á kaldavatnslögn í Hlíðunum í gærkvöldi og koma í veg fyrir frekari leka en kalt vatn fór af hluta Skógarhlíðar. Á þriðja tímanum tókst að hleypa köldu vatni inn á kerfið á ný.
Lögnin sem gaf sig er við gatnamótin að Eskitorgi, Litluhlið, Lönguhlíð, Hamrahlíð, Eskihlíð og Hörgshlíð.
„Það flæddi töluvert vatn og við það truflaðist afhending á köldu vatni í nokkurn tíma. Nú er verið að fara yfir stöðuna og greina hvað olli þessu,“ segir Rún Ingvarsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Veitum, i samtali við mbl.is.
Dæla þurfti vatni upp úr einum kjallara og bílskúr í Hlíðunum seint í gærkvöld eftir að kalt vatn flæddi þar um göturnar.