Verja 500 milljónum í skolphreinsistöð

Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og forseti bæjarstjórnar í Hveragerði.
Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur og forseti bæjarstjórnar í Hveragerði. mbl.is/Sigurður Bogi

Heilbrigðisnefnd Suðurlands vill beita Hveragerðisbæ þvingunarúrræðum þar eð bærinn hefur ekki brugðist við kröfu nefndarinnar um tafarlausar úrbætur varðandi förgun á seyru sem og að farið verði að kröfum sem fram koma í starfsleyfi skolphreinsistöðvar bæjarins. Frá þessu greinir í fundargerð nefndarinnar frá 12. febrúar sl. Skortur á viðbrögðum bæjarins virðist þó vera málum blandinn, því forseti bæjarstjórnar segir að ákvörðun um stækkun stöðvarinnar hafi þegar verið tekin.

Þau þvingunarúrræði sem um ræðir eru stjórnvaldssektir, en ákvörðun um slíka sektargerð kemur til kasta Umhverfisstofnunar. Í samtali við Morgunblaðið staðfestir Sigrún Ágústsdóttir forstjóri stofnunarinnar að formlegt erindi hafi borist frá heilbrigðisnefnd Suðurlands hvað þetta varðar og sé það nú til meðferðar hjá stofnuninni.

Viðbrögð koma á óvart

Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar, segir að viðbrögð heilbrigðisnefndarinnar komi á óvart, enda sé bærinn búinn að taka frá 500 milljónir til stækkunar á fráveitunni á næstu þremur árum, þar af 100 milljónir á þessu ári og 300 á því næsta. Aðspurður segir hann að þessir fjármunir muni duga til að leysa málið eins og staðan sé nú, en meira fé þurfi að veita í málaflokkinn í framhaldinu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert