Bjórlandi lokað

Þórgnýr Thoroddsen, einn eigenda Bjórlands.
Þórgnýr Thoroddsen, einn eigenda Bjórlands. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nú þarf maður bara að finna nýtt hobbí, annað hvort skemmtilegra eða eitthvað sem gefur eitthvað af sér,“ segir Þórgnýr Thoroddsen, einn eigenda Bjórlands sem hefur sérhæft sig í netsölu með handverksbjór síðustu fjögur ár. Ákveðið hefur verið að hætta starfsemi Bjórlands og í dag verða síðustu dósirnar seldar af lagernum á svokallaðri arfgreiðslu.

„Við vorum fyrsta fyrirtækið sem bauð upp á heimsendingar á áfengi og erum stolt af því að tekið það skref og látið þann bolta rúlla. Nú eru komnir margir flottir, sterkir aðilar á þennan markað sem er hið besta mál,“ segir Þórgnýr. Eitt af aðalsmerkjum Bjórlands var að selja jóladagatöl með bjórum og svokallaðar bjóráskriftir sem færðu fólki nýjasta nýtt í heimi handverksbjóra. „Með hækkandi verðbólgu fækkaði áskriftunum og það gerði þetta aðeins strembnara.“

Þórgnýr kveðst ekki telja að áhugi á handverksbjórum hafi minnkað. Þvert á móti hafi hlutfall handverksbjórs af seldum bjór hér á landi hækkað að hans viti. „En eins og viðrar núna í efnahagsmálum taka framleiðendur minni sénsa og keyra á vörum sem þeir vita að seljast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert