Háskólinn á Bifröst afnemur skólagjöld

Frá undirritun samnings Háskólans á Bifröst við háskólaráðuneyti um niðurfellingu …
Frá undirritun samnings Háskólans á Bifröst við háskólaráðuneyti um niðurfellingu skólagjalda í fyrradag. Ljósmynd/Háskólinn á Bifröst

Háskólinn á Bifröst mun afnema skólagjöld og þurfa nemendur því einungis að greiða skráningargjald. 

Þetta kemur fram á vef skólans og segir að samningar þessa efnist tókust nýlega á milli Háskólans á Bifröst og háskólaráðuneytisins.

Í febrúar var greint frá því að Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, bauð sjálfstætt starfandi háskólum óskert fjárframlög úr ríkissjóði gegn niðurfellingu skólagjalda, en fram til þessa hafa þeir fengið 75% af framlögum ríkisháskólanna.

Listaháskóli Íslands hefur þegið boðið en Háskólinn í Reykjavík ætlar ekki að þiggja það. 

Haft er eftir Margréti Jónsdóttur Njarðvík í tilkynningunni:

„Óhætt er að segja að við séum í skýjunum. Þetta er virkilega stór stund. Ekki aðeins hefur jafnræði á milli háskóla landsins aukist með auknu valfrelsi nemenda, heldur hefur einnig verið stigið risavaxið skref í sögu Háskólans á Bifröst, sem hefur fram að þessu starfað að stórum hluta á grundvelli skólagjalda. Með því að fella skólagjöldi niður erum við að opna dyrnar að hágæðafjarnámi upp á gátt fyrir alla óháð aldri, atvinnuþátttöku eða búsetu, svo að nokkrir þættir séu nefndir sem hamlað geta námi. Með þessari aðgerð er því ekki síður verið að ná fram auknu jafnrétti til náms.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert