Hera Björk er sigurvegari Söngvakeppninnar

„þetta er fyrir Úllu frænku,“ sagði Hera Björk þegar hún …
„þetta er fyrir Úllu frænku,“ sagði Hera Björk þegar hún tók við verðlaunagripum í Laugardalshöll í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins í ár er Hera Björk sem sigraði með laginu Scared of Heig­hts. 

Hera Björk og Bash­ar Murad komust bæði áfram í ein­vígi Söngv­akeppninar og fluttu því atriði sín aftur. Opnað var fyrir símakosninguna að nýju en þess má geta að aðeins almenningur gat kosið á milli laganna tveggja í einvíginu. Lögin héldu einnig atkvæðunum sem þau fengu úr fyrri hluta símakosningarinnar og bættust nýju atkvæðin við.

Að sögn Rúv verður ákvörðun um þátttöku í Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, tekin í næstu viku. Sú ákvörðun verður tekin í samráði við sigurvegara söngvakeppninnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka