Öldurhús voru þéttsetin í gær þegar landsmenn fögnuðu því að 35 ár voru liðin frá því að bjórbanninu svokallaða var aflétt á Íslandi. Héldu margir upp á daginn með því að nýta þann rétt sem Íslendingar öðluðust 1. mars árið 1989.
Líflegt var í miðborg Reykjavíkur þegar ljósmyndari Morgunblaðsins fór á stjá í gær og mátti víða sjá vini og félaga lyfta bjórkrúsum.