Enn er nokkur bið á að uppbyggingu ljúki í hinu nýja hverfi Vogabyggð í Reykjavík. Undirbúningur stendur yfir við skipulag svæðisins í kringum hið svonefnda Vörputorg en þar á umdeilt pálmatré að standa þegar fram líða stundir. Fimm ár eru nú liðin síðan kynnt var að pálmatré í glerhólki myndu prýða hið nýja hverfi.
Samkvæmt upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar er dómnefnd að störfum í tengslum við samkeppni um hönnun á samþættum grunn- og leikskóla, frístunda- og félagsmiðstöð og brú á umræddu svæði.
Dómnefndin bíður eftir niðurstöðu úr kostnaðarmati og áhættugreiningu og stefnt er að því að ljúka því eigi síðar en 15. mars, segir í skriflegu svari borgarinnar við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.