Slagsmál, innbrot og þjófnaðir

Ljósmynd/Colourbox

Lögreglan á höfuðborgarsvæðin hefur haft í ýmsu að snúast í dag. Nokkuð um aðstoðarbeiðnir vegna ölvunar, aðstoð á heilbrigðisstofnanir og önnur minni mál.

Fram kemur í yfirlit lögreglunnar að tilkynnt hafi verið um innbrot í geymslur og er málið í rannsókn

Þá var nokkur fjöldi skráningarmerkja tekin af bifreiðum í dag vegna vanrækslu á tryggingum og að fara með bifreiðar í skoðun.

Nokkrir þjófnaðir í verslunum tilkynntir í dag og þeir afgreiddir á staðnum.

Tilkynnt um slagsmál utan við verslun og að annar aðilinn væri starfsmaður. Engan að sjá þegar lögregla koma á vettvang og engin sem kom og gaf sig á tal við lögreglu.

Tilkynnt um að slagsmál í heimahúsi. Einn aðili handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert